Beint í efni

Þín eigin goðsaga

Þín eigin goðsaga
Höfundur
Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Þín eigin goðsaga er öðruvísi en aðrar bækur því hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Sögusviðið er heimur norrænu goðafræðinnar og ævintýrin eru við hvert fótmál. Þú getur lent í bardaga við hræðilegar ófreskjur, orðið vitni að upphafi heimsins, flogið í vagni með þrumuguðinum Þór og reynt að lifa af ragnarök – allt eftir því hvað þú velur. Yfir 50 ólíkir endar!

úr bókinni

Fenrir teygir úr sér og ýlfrar hátt.

"Ah! Þetta er miklu betra svona. Svo ömurlegt að liggja endalaust!" Hann lítur á þig og glottir. "Æ, mér sýnist ég hafa eyðilagt greiðsluna þína með andfýlunni í mér." Þú strýkur yfir höfuðið og finnur að fjölmörg hár hafa sviðnað í litlar klístraðar kúlur í höfuðleðrinu á þér. "Ég skal þá byrja á þér," rymur hann svo. "Líttu á það sem afsökunarbeiðni."

Þú lítur í kringum þig. Hjartað hamast í brjóstinu. Það dugar ekki að liggja kyrr - þú verður að forða þér! Öðrum megin er Óðinn að staulast á fætur.

Bak við klettinn er Sleipnir. Nema hann hafi hlaupið í burtu.

Hvað ætlarðu að gera?

Ef þú vilt hlaupa til Óðins og fá hann til að hjálpa þér skalut fletta á bls. 225 eins og skot!
Ef þú vilt henda þér bak við klettinn og reyna að komast á bak Sleipni (að því gefnu að hann hafi ekki hlaupið í burtu) sklatu brokka á bls. 83.

(s. 190)

Fleira eftir sama höfund

Stórhættulega stafrófið

Lesa meira

Þín eigin hrollvekja

Lesa meira

Þitt eigið ævintýri

Lesa meira

Þitt eigið tímaferðalag

Lesa meira

Þín eigin þjóðsaga

Lesa meira

Þín eigin undirdjúp

Lesa meira

Þinn eigin tölvuleikur

Lesa meira

Þín eigin saga: Búkolla

Lesa meira

Þín eigin saga: Knúsípons

Lesa meira