Beint í efni

Þín eigin saga: Búkolla

Þín eigin saga: Búkolla
Höfundur
Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2018
Flokkur
Barnabækur

Evana Kisa myndlýsti. Bókin er prentuð með letrinu Dyslexie sem auðveldar lesblindum að lesa.

Um bókina

Þín eigin saga – Búkolla fjallar um snjalla kú, beljandi fljót, óðar skessur, brjálað naut, logandi bál, stærðarinnar bor – og ÞIG.

ÞVÍ ÞÚ RÆÐUR HVAÐ GERIST!

Mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur – það eru meira en tíu mismunandi sögulok!

 

Úr bókinni

Þú ákveður að flýja ekki. Sem þýðir að þú ert algjör hetja.

Suðið í bornum verður hærra.

Og hærra!

Allt í einu heyrist hátt brothljóð. Eins og einhver hafi brotið gulrót. Þetta er fjallið að brotna í tvennt.

"Ó, nei!" hvíslar Karlsson.  "Ég er svo þreyttur. Ég get ekki hlaupið lengra."

Þú gengur að sprungunni.

Þú gægist í gegn.

Þú sérð skessurnar.

Skessurnar sjá þig!

Um leið öskra þær.

Öskrin bergmlála eftir sprungunni. Sprungan er ekki nógu breið fyrir skessurnar en ef þær halda áfram að bora munu þær komast í gegn.

Þú verður að troða einhverju í sprunguna til að stoppa þær!

HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA?

Ef þú vilt reyna að troða þér inn í sprunguna skaltu fletta á blaðsíðu 44.

Ef þú vilt reyna að fá skessurnar til að troða sér í sprunguna skaltu fletta á blaðsíðu 57.

(s. 39-40)

 

Fleira eftir sama höfund

Stórhættulega stafrófið

Lesa meira

Þín eigin hrollvekja

Lesa meira

Þitt eigið ævintýri

Lesa meira

Þitt eigið tímaferðalag

Lesa meira

Þín eigin þjóðsaga

Lesa meira

Þín eigin undirdjúp

Lesa meira

Þinn eigin tölvuleikur

Lesa meira

Þín eigin goðsaga

Lesa meira

Þín eigin saga: Knúsípons

Lesa meira