Beint í efni

Þvottadagur

Þvottadagur
Höfundur
Jónas Reynir Gunnarsson
Útgefandi
Páskaeyjan
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Þvottadagur er síðasti kafli þríleiks sem hófst með Leiðarvísi um þorp og hélt áfram í Stórum olíuskipum. Bókin lýsir ferðalagi milli þorps og borgar, drauma og veruleika, bernskuminninga og ástarsambanda, og meðal viðfangsefna má nefna dekkjaverkstæði, sorphirðu Reykjavíkurborgar og Michael Jordan. Ferðast er um innri og ytri veruleika í átt að áfangastað og umhverfið dregið upp með sterkum myndum.

Úr Þvottadegi

þvottadagur og garðurinn beint upp úr ævintýri:
glitrandi hvít skikkja eða dauður ísbjörn

inni er glamur í uppvaski og nötrandi plastbrúsi
að hrapa fram af þvottavélinni

að tæma óhreinatauið er jafn svalandi og að kreista bólu
og það er ótrúleg nautn
að sitja við eldhúsborðið og krota
með kúlupenna á gluggaumslag

inni í augunum eru fljótandi þræðir
sem birtast þegar ég stari á blaðið
en flýja pennann þegar ég reyni að teikna þá

ég horfi út
þræðirnir eru líka þar
ég fæ störu og hugsa um eitthvað annað

á snúru úti á svölum eru frosnar buxur
eins og maður hogginn í tvennt

Fleira eftir sama höfund

kákasus-gerillinn

Kákasus-gerillinn

þessari óþægilegu tilfinningu sem alltaf er þarna í bakgrunninum
Lesa meira

Dauði skógar

Lesa meira

Krossfiskar

Lesa meira

Stór olíuskip

Lesa meira

Leiðarvísir um þorp

Lesa meira

Millilending

Lesa meira