Beint í efni

Týndu augun

Týndu augun
Höfundur
Sigrún Eldjárn
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Barnabækur

Týndu augun er saga fyrir stráka og stelpur prýdd fjölda litmynda. Þar segir frá systkinunum Stínu og Jonna sem ákveða að strjúka frá sveitabænum þar sem þeim hefur verið komið fyrir um stundarsakir. Þoka og drungi hvíla yfir sveitinni og úfið hraun og dullarfullur skógur auðvelda þeim ekki flóttann. Ferðin snýst upp í háskaför og ótal spurningar vakna. Er eitthvert mark takandi á undarlegum setningum í dagbók? Hvernig skyldi kortið eiga að snúa? Er Rindill vondur eða góður? Er eitthvert gagn í Rekkjusvíninu?

Lesið umfjöllun Úlfhildar Dagsdóttur um bókina hér á Bókmenntavefnum.

Úr Týndu augunum:

MÚSARRINDILL

Grá morgunskíma læðist inn um gluggaboruna. Allt er undarlega hljótt. Stína liggur á maganum á gömlum legubekk og skrifar í dagbókina sína. Henni finnst einhvern veginn miklu betra að átta sig á atburðunum þegar hún skrifar þá niður. Jonni er enn sofandi við hliðina á henni en hann verður það áreiðanlega ekki mikið lengur því Rekkjusvínið er nú farið að narta af áfergju í tærnar á honum. 

Elsku mamma.
Hverju á ég eiginlega að trúa af því sem gamla kerlingin sagði okkur Jonna? Ég held hún sé kannski svolítið rugluð. Að hún og Skafti séu hjón! Að þau hafi búið á Háhóli fyrir langalöngu með börn, kýr og kindur. Það getur svo sem verið. En svo á eitthvað hræðilegt að hafa gerst og hún orðið blind og lent svo einhvern veginn úti í þessum hólma. Við vitum auðvitað að Skafti er blindur líka en hvað varð um börnin ef þetta er nú allt satt? Þau geta allavega ekki verið börn lengur ef þau eru þá enn á lífi því það er svo rosalega langt síðan þetta gerðist.
Nú heldur gamla konan að við Jonni getum fundið þau fyrir hana og leyst öll vandamálin! Hvernig í ósköpunum eigum við að fara að því? Við erum nú bara krakkar!
En við verðum víst að reyna að hjálpa henni. Hún hvíslaði því nefnilega að mér að ef við gerum það ekki munum við aldrei komast heim.
Jæja, nú er Jonni vaknaður líka og hlaupinn út til að pissa og Rekkjusvínið á eftir honum. Ég heyri í gömlu konunni frammi. Það er kominn nýr dagur og við verðum að leggja aftur af stað.
Bless elsku mamma.
Þín Stína


(s. 67-68)

Fleira eftir sama höfund

Teitur í heimi gulu dýranna

Lesa meira

Jólakrakkar

Lesa meira

Strokubörnin á Skuggaskeri

Lesa meira

Eyja glerfisksins

Lesa meira

Eins og í sögu

Lesa meira

Kynlegur kvistur á grænni grein

Lesa meira

Langafi drullumallar

Lesa meira

Beinagrindin

Lesa meira

Allt í plati

Lesa meira