Beint í efni

Ef félagseining stendur sterk: Trésmiðafélag Akureyrar - Félag byggingamanna Eyjafirði 100 ára

Ef félagseining stendur sterk: Trésmiðafélag Akureyrar - Félag byggingamanna Eyjafirði 100 ára
Höfundur
Helgi Guðmundsson
Útgefandi
Ráp
Staður
Akranes
Ár
2005
Flokkur
Fræðibækur

Úr formála höfundar:

Upphaf þessa verks má rekja til greinar sem ég tók að mér að skrifa vorið 2004 og birtist í blaði sem samtók byggingarmanna gáfu út, m.a. í tilefni af 100 ára afmæli TFA [Trésmiðafélags Akureyrar]. Greinin heitir Í leit að mynd. Eins og heiti hennar gefur til kynna komst ég að þeirri niðurstöðu eftir lauslega skoðun á tiltækum gögnum að um áratugaskeið hafi félagsmenn verið dálítið óöruggir um það hvar þeir ættu að skipa félagi sínu á bekk og segi m.a. í greininni ,, - kannski eru þeir í einskoar leit að ímynd - á hvaða bekk eigum við að sitja? Á annan veginn er verkalýðshreyfingin, sem hvað eftir annað hikar ekki við að beita verkföllum - jafnvel stöðva allt gangvirki þjóðfélagsins - til að ná fram kröfum sínum, einatt rammpólitísk og ögrandi við máttarstólpa þjóðfélagsins. Hinum megin eru meistarar og verktakar í bænum sem stöðugt þurfa að gæta þess að ná til sín þeim verkefnum sem til falla í bænum, fyrir utan að keppa innbyrðis. Greinilegt er að í þessu vandasama samsplili telja félagsmenn sig ekki eiga annan kost í stöðunni en að beita lempni og fortölum en forðast átök. Návígið á milli meistara og sveina er líka mikið en auk þess er samstarf á milli sveina í öðrum greinum byggingariðnaðarins takmarkað, enda þótt múrarar og málarar hafi með sér félög. Vinnumarkaður byggingamanna á Akureyri er með öðrum orðum ekki það stór að hann skapi skilyrði fyrir hörð átök, eins og eiga sér alloft stað hjá verkafólki og sjómönnum.

Eftir að hafa komist að þessari niðurstöðu vaknaði áhugi minn á að skoða söguna betur og bauð ég því félagsstjórn FBE að skrifa allt að 100 síðna ritgerð um efnið og reiknaði með tveimur til fjórum mánuðum í verkið. Félagsstjórnin tók tilboði mínu ...

(2)

Fleira eftir sama höfund

Koma þeir heim úr kaffi í sumar?

Lesa meira

Markús Árelíus

Lesa meira

Markús Árelíus flytur suður

Lesa meira

Markús Árelíus hrökklast að heiman

Lesa meira

Marsibil

Lesa meira

Markús Árelíus

Lesa meira

Til baka: Sannsöguleg skáldsaga

Lesa meira

Þeir máluðu bæinn rauðan: saga vinstrihreyfingarinnar á Norðfirði

Lesa meira

Með framtíðina að vopni: hreyfing iðnnema - nám og lífskjör í 100 ár

Lesa meira