Beint í efni

Hér á reiki

Hér á reiki
Höfundur
Gunnhildur Hrólfsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1996
Flokkur
Barnabækur

Úr Hér á reiki:

- Nei. Amma mín bjó hér einu sinni.
- Hver var það, gæska?
- Hún hét Mekkin, svaraði Metta.
- Hvort ég þekkti hana Mettu ömmu þína, sagði Sigurlaug og þrýsti mjúku deiginu niður á borðplötuna. Það gekk nú ekki allt of vel búskapurinn hjá henni blessaðri, eins og eitthvert ólán elti hana. Aurskriða féll næstum því á hesthúsið, lömbin drápust og báturinn brotnaði í lendingu. Heppni að menn drukknuðu ekki.
- Heyrðir þú talað um draugagang?
- Ó, já, o, já, það var ýmislegt skrafað. Gestir sem komu yfir til okkar og höfðu gist hér kvörtuðu undan vondum draumum og fólk sá eitt og annað. Gamli bærinn sem fauk, stóð þar sem stóra húsið stendur nú. Þegar grafið var fyrir grunninum að þessu húsi fundust mannabein. Álitið var þau væru líkamsleifar drykkfellds förumanns sem varð úti. Beinin voru flutt í kirkjugarð, en þau komu reyndar aldrei öll í leitirnar. Seinna var svo steinhúsið byggt á gömlu tóftinni. Eftir að hróflað var við beinunum fór að bera á reimleikum. Þrátt fyrir að beinunum væri komið í vígða mold var eins og andinn væri á sveimi. Ég bjó úti á nesinu, sjáðu til, sem þú sérð frá sjóhúsinu, en var ung þegar ég gifti mig og flutti burtu. Ég fylgdist með mínu gamla byggðarlagi og skrifaðist á við mitt fólk. Mig langaði alltaf að koma hingað aftur. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum þegar ég sá auglýsinguna um gistiheimilið og var fljót að nota tækifærið og panta dvöl hér í nokkra daga.
- Fannst eitthvað úr gamla bænum?
- Ekki var það nú mikið, þó einhverjir hlutir sem ég man ekki að nefna.

(s. 38)

Fleira eftir sama höfund

Komdu að kyssa

Lesa meira

Spor í rétta átt

Lesa meira

Allt annað líf

Lesa meira

Þegar stórt er spurt...

Lesa meira

Það sem enginn sér

Lesa meira

Ránið

Lesa meira

Rödd í síma

Lesa meira

Nú er kerlu minni skemmt

Lesa meira

Gulllykillinn

Lesa meira