Beint í efni

Það sem enginn sér

Það sem enginn sér
Höfundur
Gunnhildur Hrólfsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Barnabækur

Úr Það sem enginn sér:

Það var Gerður sem hringdi í lögregluna. Laufeyju fannst þegar hún hugsaði um það seinna að hún hefði ekki lifað af ef Gerður hefði ekki verið hjá þeim. Hún studdi þær mæðgur, taldi í þær kjark og hvatti þær til aðgerða.
- Hann skal ekki sleppa, sagði Haddý bitur.
Innibyrgður sársauki hennar var að koma í ljós. Laufey og Gerður sátu hjá henni og reyndu eftir bestu getu að hugga hana þegar hún fékk grátköst og sá enga aðra leið út úr sínum ógöngum en dauðann.
- Þið Laufey standið saman, sagði Gerður.
Laufey átti fullt í fangi með að vera eðlileg í skólanum meðan á þessu stóð. Fulltrúi barnaverndarnefndar kom í heimsókn. Guðrún fulltrúi var ung kona, smágerð með fíngert hár og fallegt bros. Hún tók í hönd Laufeyjar meðan hún talaði við hana. Laufeyju langaði til að kippa að sér hendinni en róaðist svo og reyndi að svara spurningunum sem lagðar voru fyrir hana.
- Gefðu þér tíma, vinan, sagði Guðrún og strauk hönd hennar.
- Ég veit ekki hvað þú meinar með lengi. Mér finnst hann hafa verið að klípa mig síðan Sigurbjörg fæddist. Oft greip hann með lúkunni í rassinn á mér. Einu sinni var ég að horfa á sjónvarðið þegar hann lagði höndina á lærið á mér og renndi henni alveg upp í klof og spurði hvort mér þætti þetta ekki gott. Þegar ég stökk á fætur hló hann og mér leið illa, alveg eins og ég hefði verið að hugsa eitthvað ljótt en ekki hann. Og svo . . . og svo. . .
Rödd hennar gaf sig.
- Reyndu vinan, reyndu að segja allt.
Laufey var að niðurlotum komin þegar hún hafði lokið við að segja Guðrúnu frá ömurlegri reynslu sinni. Guðrún vafði hana að sér: - Elsku Laufey mín. Þú ert svo kjarkmikil, veistu það? Þú hefur líka svo góða nærveru og fallegt bros. Ég veit að allar þessar spurningar ganga nærri þér, en þær eru til að varpa ljósi á málið. Þegar erfiðleikar þínir eru að baki verður allt gott, sannaðu til.
- Allt gott? Laufey sá bara svart og henni fannst hún alltaf vera að sjá ný og ný andlit. Hefði ekki verið betra ef allt hefði verið eins og það var? hugsaði hún og horfði á mömmu sína, föla og kinnfiskasogna og fannst það sér að kenna að heimilið var í upplausn, peningavandi steðjaði að og Geiri var fluttur að heiman.
Geiri neitaði öllum sakargiftum. Hefði Laufey ekki verið búin að fara í viðtal hjá Stígamótum er eins víst að hún hefði bugast og dregið orð sín til baka. En hjá Stígamótum mætti hún skilningi kvenna sem höfðu gengið gegnum sömu reynslu og hún og sem skildu líðan hennar, studdu hana og uppörvuðu. Þvílíkur léttir að geta talað opinskátt, þurfa ekki að vera í vörn og berja frá sér ósýnilega óvini eins og henni fannst hún alltaf þurfa að gera í skólanum.

(s. 126-127)

Fleira eftir sama höfund

Komdu að kyssa

Lesa meira

Spor í rétta átt

Lesa meira

Allt annað líf

Lesa meira

Þegar stórt er spurt...

Lesa meira

Ránið

Lesa meira

Rödd í síma

Lesa meira

Nú er kerlu minni skemmt

Lesa meira

Gulllykillinn

Lesa meira

Hér á reiki

Lesa meira