Beint í efni

Leyndarmál

Leyndarmál
Höfundur
Gunnhildur Hrólfsdóttir
Útgefandi
Frum
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Skáldsögur

Úr Leyndarmáli:

18. kafli

Það var urgur í vinnufélögum Guðmundar. Hann hafði sjálfur þurft að víkja, næstum allan morguninn fyrir mönnum sem komu til að mæla út gólfrýmið í þeim hluta salarins sem var hans vinnusvæði. Verkstjórinn var á þönum og hann og forstjórinn sáust yfirgefa staðinn rétt fyrir hádegi.

- Þeir fóru á Hótel Holt, sagði ritarinn þegar þeir forvitnuðust um ferðir þeirra, að borða hádegisverð og ræða fyrirhugaðar breytingar.

- Flumbrugangur, tautaði Steinar og Guðmundur skynjaði kvíða hans.

Hann gekk hugsi móti storminum heim á leið. Hann fann til með Steinari og vissi að hann þyldi illa uppsögn. Svo dró hann hettuna á úlpunni framar svo hún hlífði andlitinu fyrir köldu élinu. Þegar hann var á leið upp brekkuna heyrði hann fótatak að baki sér, svo skell og lágt óp. Þegar hann leit við sá hann konuna í framhúsinu liggja á stígnum. Hann flýtti sér til hennar og tók undir olnboga hennar til að hjálpa henni á fætur. Hún reyndi að brosa og dustaði af sér snjóinn en hann sá að brosið var næstum gretta og hún svaraði ekki alveg strax, en harkaði svo af sér og sagðist ekkert finna til.

- Styddu þig við mig, sagði hann og rétti fram handlegginn næstum áður en hann vissi af og hún stakk hendinni í handarkrika hans og hann fann tak hennar herðast þegar hún steig í fótinn. Hún haltraði.

Hann leiddi hana alveg að dyrunum og ljósir hárlokkar hennar fuku undan húfunni sem hafði aflagast þegar hún datt og þeir snertu höku hans.

- Þakka þér fyrir, sagði hún þegar hún hafði náð dyrunum. Svo tók hún af sér vettlinginn og leitaði að lyklinum í vasa sínum en hún var svo klaufsk eða skjálfhent að hann tók lykilinn orðalaust og stakk honum í skrána.

(132-3)

Fleira eftir sama höfund

Komdu að kyssa

Lesa meira

Spor í rétta átt

Lesa meira

Allt annað líf

Lesa meira

Þegar stórt er spurt...

Lesa meira

Það sem enginn sér

Lesa meira

Ránið

Lesa meira

Rödd í síma

Lesa meira

Nú er kerlu minni skemmt

Lesa meira

Gulllykillinn

Lesa meira