Beint í efni

Heimafólk (sögur)

Heimafólk (sögur)
Höfundur
Sverrir Norland
Útgefandi
AM forlag
Staður
Reykjavík
Ár
2018
Flokkur
Örsögur

Úr bókinni

Apótekið var stappað af rauðþrútnum, hágrátandi smábörnum í örmum ráðþrota foreldra sem kjöguðu haltir um gólf á blöðróttum túristafótum.

„Are you sure you‘re not, like, dying?“ spurði Jósefína nýja förunaut sinn, sem var í óðaönn við að fínkemba sjampódeildina.

„Ca va, ég er ókei. En ég þarf eitthvað til að sporna við – hvernig segir maður aftur – flösu?“

Íbygginn strauk hann plastumbúðirnar á vandaðri, lífrænni hárnæringu.

Nokkrum mínútum síðar sátu þau á bekk fyrir utan apótekið, særða hnéð nú kirfilega vafið inn í grisjur og sárabindi.

„Heyrðu, ég er með betri hugmynd en rækjustaðinn,“ sagði Matthias. „Viltu koma til mín? Ég er ekki að reyna – æ, hvernig segir maður? – að klæmast í buxurnar þínar.“

„Komast í buxurnar mínar?“

„Ah, jamm, d‘accord. Mig langar bara að sýna þér svolítið.“

Jósefína hafði reyndar hugsað sér að eyða kvöldinu í notalega melankólískri eymd á dauflýstum bar yfir vínglasi, og þykistulesa Marguerite Duras á frummálinu.

„Hvað langar þig að sýna mér?“ spurði hún.

Matthias brosti sínu fagra brosi (sem drukknaði, því miður, næstum alveg á bak við þessa rauðbrúnu barta).

„Fallegustu leyndardóma Parísarborgar,“ sagði hann.

(19-20)

 

Fleira eftir sama höfund

Með mínum grænu augum

Lesa meira

Suss! Andagyðjan sefur

Lesa meira

Manneskjusafnið (skáldsaga í hæfilegri lengd)

Lesa meira

Erfðaskrá á útdauðu tungumáli (ljóð)

Lesa meira

Fallegasta kynslóðin er alltaf sú sem kemur næst (skáldsaga í hæfilegri lengd)

Lesa meira

Kvíðasnillingurinn : skáldsaga í hæfilegri lengd

Lesa meira

Kvíðasnillingarnir

Lesa meira

Fyrir allra augum (skáldsaga)

Lesa meira

Stríð og kliður : hvað verður um ímyndunaraflið?

Lesa meira