Beint í efni

Manneskjusafnið (skáldsaga í hæfilegri lengd)

Manneskjusafnið (skáldsaga í hæfilegri lengd)
Höfundur
Sverrir Norland
Útgefandi
AM forlag
Staður
Reykjavík-New York
Ár
2018
Flokkur
Skáldsögur

Úr bókinni

 

Heyrðu mig nú, nafni, hef ég nokkurn tímann sagt þér söguna af sæskrímslinu ógurlega?

Nei, það held ég barasta svei mér ekki.

Hlustaðu nú.

Sagt er að í hafinu umhverfis Ísland búi hrikalegt sæskrímsli sem geymi í hjarta sér lykilinn að eilífri hamingju sérhvers manns.

Fróðir menn herma að skrímsli þetta sé svo ófrýnilegt ásýndum að þeir sem líti það augum frjósi af skelfingu eða verði dýrinu að bráð sem ýmist kvöld- eða miðnætursnarl. Dýrið komu aðeins úr felum í skjóli nætur og þá helst í aftakaveðrum svo að hrikalegar útlínur þess renna saman við blindandi veðurhríð og kolsvart heimshjarnamyrkrið.

Sagt er að ef hugdjörfum, krullhærðum pilti eða kjarkaðri, freknóttri stúlku tekst að fanga sæskrímslið, drepa það og skera úr því hjartað, aka hjartanu heimleiðis – hér þyrfti hjólbörur eða sem væri enn betra: sendiferðabíl! – matreiða úr því pönnusteik og gæða sér á hverjum einasta bita, muni af hljótast ævilöng velgengni og hamingja.

Hafa verður þó í huga að hjartað er ógnarstórt.

Hjartað er á stærð við fíl, jafnvel hval, og því enginn hægðarleikur að borða slíka glás. Átið gæti tekið vikur, mánuði, jafnvel heilu árin, ef ekki heila mannsævi!

(10-11)

 

Fleira eftir sama höfund

Með mínum grænu augum

Lesa meira

Suss! Andagyðjan sefur

Lesa meira

Erfðaskrá á útdauðu tungumáli (ljóð)

Lesa meira

Heimafólk (sögur)

Lesa meira

Fallegasta kynslóðin er alltaf sú sem kemur næst (skáldsaga í hæfilegri lengd)

Lesa meira

Kvíðasnillingurinn : skáldsaga í hæfilegri lengd

Lesa meira

Kvíðasnillingarnir

Lesa meira

Fyrir allra augum (skáldsaga)

Lesa meira

Stríð og kliður : hvað verður um ímyndunaraflið?

Lesa meira