Beint í efni

Kvíðasnillingarnir

Kvíðasnillingarnir
Höfundur
Sverrir Norland
Útgefandi
JPV
Staður
Reykjavík
Ár
2014
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Í sögu þriggja drengja, sem brátt verða unglingar og fyrr en varir fullorðnir menn, dregur höfundur upp frumlega og sprellfjöruga mynd af hlutskipti karla í samtímanum. Lesandinn flakkar á milli áratuga í huggulegri pappírstímavél; dregur að sér moldardauninn í Hostel Torfbæ, heyrir kjökur og blús á aumingjahælinu, kastar mæðinni í Griðarstað stráka og kynnist aragrúa eftirminnilegra persóna, þar á meðal fríðum flokki af lævísum draumaprinsessum sem hrista upp í viðkvæmu tilfinningakerfi kvíðasnillinganna þriggja.

Úr bókinni

Eftir skóla hrundi Óskar með tárin í augunum inn um dyrnar hjá ömmu bóhem. Hann grét og saug ljósgrænan sultardropa upp í nefið.

Amma bóhem hafði snör handtök og dró fram kökudunkinn sinn stóra. Því að Óskar var ekki einungis misskilið séni, hann var einnig kappsamur mathákur. Oft var engu líkara en það mætti kjamsa frá sér þennan ofurhversdagslega sársauka sem fylgdi því að vera óvinsælt freknufés.

Amma bóhem fékk sér „fullorðinsglaðning“, eina filterslausa sem hún reykti út um eldhúsgluggann, á meðan litla stráksorpið hennar kýldi vömbina sér til hughreystingar. Amma bóhem sem eitt sinn var lítil, krúttuð stelpa rétt eins og hún Díana sæta og teymdi þá skjöldótta belju þvert yfir hálendið með snjáldurhvítum prinsessuhöndum en ekki þeim knýttu og æðaberu krumlum sem nú struku barnabarninu um tárvota, smjattandi eplakinn og bukkuðu ösku af sígarettunni niður í kartöflureit nágrannans á jarðhæðinni.

Óskar var byrjaður að flissa út úr sér súkkulaðibitakökumylsnu.

„Amma?“

„Mm.“

„Viltu, hérna, eða nennirðu kannski, þú veist, að lifa að eilífu, eða eitthvað?“

„Hm.“

„Viltu?“

„Svona, svona, strákruslið mitt.“

(78-9)

 

Fleira eftir sama höfund

Með mínum grænu augum

Lesa meira

Suss! Andagyðjan sefur

Lesa meira

Manneskjusafnið (skáldsaga í hæfilegri lengd)

Lesa meira

Erfðaskrá á útdauðu tungumáli (ljóð)

Lesa meira

Heimafólk (sögur)

Lesa meira

Fallegasta kynslóðin er alltaf sú sem kemur næst (skáldsaga í hæfilegri lengd)

Lesa meira

Kvíðasnillingurinn : skáldsaga í hæfilegri lengd

Lesa meira

Fyrir allra augum (skáldsaga)

Lesa meira

Stríð og kliður : hvað verður um ímyndunaraflið?

Lesa meira