Beint í efni

Ísrael: Saga af manni

Ísrael: Saga af manni
Höfundur
Stefán Máni
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Skáldsögur

Úr Ísrael:

Brotnum örkum, sem áttu að verða að bók, var raðað í langa, dökkgræna upptökuvél af Auping-gerð, hver örk í eina stillanlega stöð uppi á vélinni, fremsta örkin aftast og sú aftasta fremst, og síðan var nokkrum örkum handraðað í vélina og hún sett af stað með því að ýta á takka og þá sogaði hún neðstu örkina úr hverjum bunka fasta með þremur sogblöðkum og dró hana síðan út með gripörmum og lagði hana í jafnstór hólf á löngu, hallandi færibandi sem færðist um eitt bil áður en vélin lagði næstu örk í hólfið þar á eftir, og þannig raðaði vélin örkunum hverri ofan á aðra, og þegar fremsta örkin, sem hafði verið í öftustu stöðinni, kom að þeirri öftustu, fremst í vélinni, hafði vélin raðað öllum örkunum í rétta röð ofan á hana, og lagði að lokum þá síðustu aftast áður en stórir griparmar tóku alla bókina af færibandinu, lyftu henni upp á endann og færðu yfir á annað færiband, þar sem vélin safnaði heilu bókunum saman, en til þess að fyrirbyggja rugling var hver örk merkt með svörtu striki í kjölinn, fremsta örkin ofarlega og sú aftasta neðarlega, svo strikin mynduðu tröppugang þegar horft var í kjölinn og þannig var hægt að sjá hvar ein bók endaði og önnur byrjaði.
 Að lokinni upptöku var farið með bækurnar yfir að annarri af saumavélunum, og þar voru arkirnar lagðar hver á eftir annarri á rana, sem færði þær eldsnöggt undir saumnálarnar í vélinni, sem stungust ofan í kjölinn og síðan kippti griparmur örkinni inn í vélina og þar voru arkirnar og bækurnar saumaðar saman og síðan skornar í sundur áður en þær voru lagðar, með saumaðan kjölinn niður, í vasana á kápuísetningarvél, sem var á miðju gólfinu í salnum og snerist hring eftir hring, þung og hægfara, og bar sjóðheitt lím úr kraumandi límpotti í kjölinn og síðan kalt lím aðeins upp á hliðarnar á bókinni áður en hún þrýsti henni ofan í fellda kápuna og sleppti henni síðan úr vasanum og niður á lítið færiband, og þá var næsta saumaða bók lögð í vasann og svo koll af kolli, vasarnir voru sjö og opnuðust og lokuðust eins og froskamunnar, vélin snerist, másandi og blásandi, og límið kraumaði.

(92-93)

Fleira eftir sama höfund

Nero oceano

Lesa meira

Noir Océan

Lesa meira

Noir Karma

Lesa meira

Húsið

Lesa meira

Úlfshjarta

Lesa meira
hungur

Hungur

Klukkan tifar og einhvers staðar í skuggum borgarinnar leynist sjúk sál sem er drifin áfram af óseðjandi hungri.
Lesa meira
mörgæs með brostið hjarta

Mörgæs með brostið hjarta: Ástarsaga

Mörgæs með mannlegar tilfinningar, ástfangin en um leið full af kvíða, leitar að tilgangi lífsins
Lesa meira