Beint í efni

Úlfshjarta

Úlfshjarta
Höfundur
Stefán Máni
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2013
Flokkur
Unglingabækur


Um Úlfshjarta:Það er haust í Reykjavík. Alexander er hættur í menntaskóla og vinnur á kókbílnum. Vinnan er ömurleg, bílstjórinn óþolandi og það eina sem gerir vinnudaginn bærilegan er tilhugsunin um stefnumótið við Védísi um kvöldið – bíóferð og kannski eitthvað meira … vonandi. En aldagömul öfl eru á sveimi, óvænt atburðarás fer í gang og fyrr en varir leynast hættur við hvert fótmál.Úr Úlfshjarta:LaugardagurÞegar Alexander vaknar er hann einn í rúminu. Það er dimmt í herberginu en dimmrauð birta síast gegnum gluggatjöldin.„Védís?“ spyr hann rámur.Ekkert svar.Hann teygir sig upp í gluggakistuna aftan við rúmið, finnur farsímann og kíkir á skjáinn. Klukkan er að verða tíu. Hann fer fram úr, læðir sig í næarbuxurnar og ráfar gegnum stofuna og inn á þröngt baðherbergið.Védís er ekki þar.Hann pissar og fer aftur fram. Hann svipast um í stofunni. Hermannaklossarnir hennar eru horfnir, líka kápan.Hún er farin.Alexander fleygir sér í þvælt rúmið, dregur sængina upp yfir höfuð, andar að sér ilminum af henni og nær að sofna aftur.Klukkan er að verða tvö. Alexander hefur enn ekki heyrt í Védísi. Hann er eirðarlaus og ákveður að fara út að hlaupa.Það geta ekki allir hlaupið eins og vindurinn! Ef eitthvað ætti að hressa hann við eru það þessir nýuppgötvuðu ofurkraftar. Ætli hann geti einbeitt huganum vestur á Melhaga, séð inn í herbergið hennar Védísar og jafnvel lesið hugsanir hennar?Hann klæðir sig í hlaupagallann, reimar á sig skóna og röltir síðan niður að Sæbraut. Hann gerir nokrar teygjur á planinu við Hörpu, hleypur á staðnum smástund en skokkar síðan af stað. Þegar hann nálgast Sólfarið, álbeinagrindina sem líkist skipi sem siglir í átt til sólarinnar ef eitthvað er að marka heitið á því, sér hann hvar tveimur bílum er lagt hlið við hlið á planinu við útilistaverkið – silfurlitum Mercedes Benz sportbíl og svörtum jeppa af sömu gerð.Bílstjóradyrnar á sportbílnum opnast og út stígur breiður, sköllóttur karlmaður í rauðum mittisjakka.Alexander herðir á hlaupunum og dregur um leið hettuna á treyjunni yfir höfuðið.Er þetta hann?Já. Þetta er enginn annar en Eddi feiti. Hann lítur laumulega til beggja handa, skýtur ha´lfreyktri sígarettu út í loftið og gengur hægum skrefum að bílstjórahlið svarta jeppans. Rúðan færist niður, Alexander sér ekki vel manninn sem situr undir stýri en sýnist hann vera hávaxinn og herðabreiður.Hvern andskotann er þessi Breiðhyltingur að þvælast í miðbænum? Alexander hleypur eftir hellulagðri stéttinni sem skilur að Sólfarið og bílaplanið, heldur jöfnum hraða og horfir beint fram fyrir sig. Tæpum hundrað metrum síðar lítur hann um öxl.Bílarnir eru enn í stæðinu en svo röltir Eddi feiti að sportbílnum og í sömu andrá hreyfist jeppinn úr stað.Þar skall hurð nærri hælum! Alexander andar gegnum opinn munninn. Hann er strax orðinn móður og sveittur. Undraformið sem hann var í daginn áður er rokið út í veður og vind. Það rennur sviti ofan í augun, hann svíður í lungun, hjartað hamast eins og hrædd kanína og fótleggirnir svi´fa ekki áfram heldur hlunkast niður í malbikið eins og gegnsósa rekaviðardrumbar.Af hverju getur hann ekki lengur hlaupið eins og vindurinn? Hvað hefur orðið af öllum ofurkraftinum?Ofurhetja? Einmitt! Honum líður eins og heimsins mesta bjána.Þvílík vonbrigði.(52-4)


Fleira eftir sama höfund

Nero oceano

Lesa meira

Noir Océan

Lesa meira

Noir Karma

Lesa meira

Húsið

Lesa meira
hungur

Hungur

Klukkan tifar og einhvers staðar í skuggum borgarinnar leynist sjúk sál sem er drifin áfram af óseðjandi hungri.
Lesa meira
mörgæs með brostið hjarta

Mörgæs með brostið hjarta: Ástarsaga

Mörgæs með mannlegar tilfinningar, ástfangin en um leið full af kvíða, leitar að tilgangi lífsins
Lesa meira

Ísrael: Saga af manni

Lesa meira