Beint í efni

Mörður

Mörður
Höfundur
Bjarni Harðarson
Útgefandi
Sæmundur
Staður
Selfoss
Ár
2014
Flokkur
Skáldsögur

um bókina

Bókin er skrifuð í orðastað Marðar Valgarðssonar. Í bókinni gengur höfundur á hólm við hefðbundna sýn Íslendinga á Njálssögu sem og kristnitökunni árið 1000.

 

úr bókinni

Nóttina sem þeir fóru að Bergþórshvoli vakti ég. Hvaim leysingi minn og smali sá þá ríða ofan af Hálsum undir kvöld, Flosa og frændur Höskuldar. Nokkra fleiri líka, lausamenn og skillitlar konur í humátt.  Að svona karnivali dragast margir.

Ég ímyndaði mér í barnaskap að þeir myndu nú berjast og vissi þá ekki hverjum veitti betur. Auðitað óttaðist ég þá dráp frænda minna og vina. Engir menn vilja í raun og veru slíkt, engir nema tröll og smámenni. Skarphéðinn var tröllið og í liði Flosa var nóg smámenna. Illgjarnir menn og heimskir sem vita ófarir annarra sína einu skemmtan.

Ég hjúfraði mig að Kötlu og þóttist gæta mín á að vekja hana ekki. Það sem nú ver að gerast var fyrir minn tilverknað, mitt fóstur sem sat eins og grjót í virkjamikilli mörvömbinni. Ég ýtti því að geilinni ofan þjóa á Kötlu minni eins og þannig gæti það farið frá mér. Dró djúpt andann og reyndi þannig að losa það úr kvíða mínum og kviði. Það losnaði um það en svo var það kjurt. Þungt sem grjót og upp af því steig ekkinn í háls mér. Ég vildi þetta ekki. Heyrið mig, Máría og Þorgerður.

- Þú vakir!

- Já, Katla mín, vakti ég þig?

- Nei, ég hef ekki sofnað. Ég fann það á mér að það væri í nótt. Sá ykkur Hvaim tala saman og ótann í augum þínum. Það er ekkert sem þú getur gert. 

- Nei, ekki nú.

- Og ekki fyrr, Þetta er allt þeirra val. Þú sagðir mér að þið faðir minn og Snorri goði hefðuð komið á fullum sáttum. Þessum mönnum er ekki viðbjargandi.

- En samt...

- Manstu hvað þú sagðir þegar þeir létu hér öllum illum látum, Gunnar frændi þinn og Otkell frændi minn? Að þar berðust þær mannfýlur sem þú hirtir aldrei um þó dræpust. 

- Það var þá en er ekki nú. Skarphéðinn...

- Það er tröllið Skarhéðinn sem þú sérð mest eftir.

- Já, sagði ég ofan í beðinn og svo ekki meira.

(s. 65-66)

Fleira eftir sama höfund

Síðustu dagar Skálholts

Lesa meira

Svo skal dansa: skáldsaga úr veruleikanum

Lesa meira

Sigurðar saga fóts: íslensk riddarasaga

Lesa meira

Mensalder

Lesa meira

Í skugga drottins

Lesa meira

Í Gullhreppum

Lesa meira

Króníka úr Biskupstungum

Lesa meira