Beint í efni

Andlitsdrættir samtíðarinnar : Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness

Andlitsdrættir samtíðarinnar : Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness
Höfundur
Haukur Ingvarsson
Útgefandi
Hið íslenska bókmenntafélag
Staður
Reykjavík
Ár
2009
Flokkur
Fræðibækur

Um bókina

Enda þótt viðamiklar rannsóknir hafi verið gerðar á höfundarverki og ævi Halldórs Laxness hafa síðustu skáldsögur hans, Kristnihald undir Jökli og einkum Innansveitarkronika og Guðsgjafaþula notið takmarkaðrar athygli meðal fræðimanna. Þessi rannsókn Hauks Ingvarssonar varpar  ljósi á þróun skáldsins á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann fjallar um viðtökusögu þessara skáldsagna og sýnir fram á hvernig hver ritdómari hefur búið sér til eigin mynd af Halldóri og dæmt nýja bók eftir hann út frá henni. Með greiningu sinni á sögunum varpar hann ljósi á þær nýju og merkilegu tilraunir með skáldsagnaformið sem þær fela í sér og stöðu þeirra meðal annarra verka Halldórs. Tengt þessu er endurmat á Skáldatíma, sem flestir hafa túlkað í ljósi uppgjörs skáldsins við sína pólitísku fortíð. Haukur færir sannfærandi rök fyrir því að Halldór geri þar einnig upp við sína póetísku fortíð, þ.e.a.s. félagslegt raunsæi hinna stóru epísku verka sinna, og leggi drög að þeirri fagurfræði sem búi að baki síðustu skáldsögum hans.

Hér má finna bókina á rafrænu formi

Fleira eftir sama höfund

november 1976

November 1976

   
Lesa meira

Menn sem elska menn

Lesa meira

Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga

Lesa meira

Nóvember 1976

Lesa meira

Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu

Lesa meira

Vistarverur

Lesa meira

Andlitsdrættir samtíðarinnar : síðustu skáldsögur Halldórs Laxness

Lesa meira