Beint í efni

Menn sem elska menn

Menn sem elska menn
Höfundur
Haukur Ingvarsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2021
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Ljóðabókin Menn sem elska menn er hugleiðing um karlmennsku. Höfundur skoðar efnið í sögulegu og persónulegu ljósi, veltir fyrir sér vináttu og ást, hvernig tilfinningar mótast af hinu innra og ytra. Bókin samanstendur af þremur heildstæðum bálkum en er bundin saman af þemum, myndmáli og rödd sem talar bæði til og við lesandann. 

Menn sem elska menn hlaut ljóðaverðlaunin Maístjörnuna 2021.

Úr bókinni

Menn sem elska menn

iv.

hefurðu horft í augu
Grænlandshákarls?

í þeim logar 
dauf glóð geislakolefnis

brennur djúpt
í iðrum hafsins
glóð

í fjögur hundruð ár
í köldi hafi
glóð

eins og stjarna djúpt á himni

ást 
þeirra

þolinmóð 
takmarkalaus og
langlynd

með uppreistan ugga á baki
áfram áfram
í áttlausu hafi

þannig frá ljósi til ljóss
í hyldjúpi myrkri
er ást þeirra

er ást mín til þín
vinur minn

því við lifum
meðan við
hreyfumst

í efni eða anda
í þessu hafi
eða öðru

ást 
mín
til þín

Fleira eftir sama höfund

november 1976

November 1976

   
Lesa meira

Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga

Lesa meira

Nóvember 1976

Lesa meira

Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu

Lesa meira
andlitsdrættir samtíðarinnar

Andlitsdrættir samtíðarinnar : Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness

   
Lesa meira

Vistarverur

Lesa meira

Andlitsdrættir samtíðarinnar : síðustu skáldsögur Halldórs Laxness

Lesa meira