Beint í efni

Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu

Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu
Höfundur
Haukur Ingvarsson
Útgefandi
Sögufélagið
Staður
Reykjavík
Ár
2021
Flokkur
Fræðibækur

Um bókina

Haustið 1955 sótti bandaríski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn William Faulkner Íslendinga heim. Kalda stríðið var í algleymingi og íslenska þjóðin klofin í afstöðu sinni til herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Faulkner var eindreginn talsmaður stórveldisins í vestri en fangaði hugi og hjörtu Íslendinga þvert á flokkslínur, sósíalistar lýstu honum sem fulltrúa þess besta í bandarískri menningu.

Úr bókinni

Að morgni miðvikudagsins 12. október 1955 steig bandaríski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn William Faulkner frá borði flugvélar á Íslandi. Hann var hingað kominn á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins en Ísland var síðasti viðkomustaður hans á ferð umhverfis hnöttinn þar sem hann talaði máli Bandaríkjanna í kalda stríðinu.
   Faulkner var á hátindi frægðar sinnar og meðan á Íslandsdvölinni stóð veitti hann blaðamönnum viðtöl, flutti fyrirlestur fyrir stúdenta í Hátíðasal Háskóla Íslands og hitti íslenska rithöfunda. Þegar hann fór af landi brott 17. október voru starfsmenn bandaríska sendiráðsins hér á landi í skýjunum yfir árangri heimsóknarinnar og í skýrslu þeirra til utanríkisráðuneytisins í Washington er lagt til að Faulkner sæki Ísland heim öðru sinni. Ekki varð af annarri heimsókn Faulkners hingað til lands en ári síðar gaf Almenna bókafélagið út sext af smásögum hans með formála þýðandans Kristjáns Karlssonar. Það var fyrsta útgefna bókin á íslensku sem helguð var verkum eftir Faulkner. 
   Tveimur áratugum fyrr hefðu fáir spáð því að Faulkner ætti eftir að þjóna hlutverki menningarerindreka Bandaríkjanna. Viðtökur verka hans í heimalandinu voru blendnar framan af og sú skoðun er útbreidd, en ekki óumdeild, að Faulkner hafi verið hornreka í bandarísku bókmenntalífi í kringum 1940. Það orðspor fór af honum að hann væri siðlaus æsingamaður frá Suðurríkjum Bandaríkjanna sem lýsti öllum svívirðilegustu eiginleikum manneskjunnar í verkum sínum.
   Þessi bók fjalla um það hvernig nafn Williams Faulkners barst til Íslands og hvernig það öðlaðist merkingu í hugum íslenskra lesenda. Víðtækara markmið hennar er að skoða samskipti íslendinga við umheiminn á umbrotatímum Íslandssögunnar með sérstakri áherslu á bókmenntir. Á því tímabili sem hér er til umfjöllunar gerbreyttist staða landsins gagnvart umheiminum; Íslands breyttist úr fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku í lýðveldið Íslands, úr herlausu landi í hersetið og úr hlutlausu landi í hernaðarlega mikilvægt svæði á tímum seinni heimsstyrjaldar og síðar kalda stríðsins.

(s. 17-18)

Fleira eftir sama höfund

november 1976

November 1976

   
Lesa meira

Menn sem elska menn

Lesa meira

Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga

Lesa meira

Nóvember 1976

Lesa meira
andlitsdrættir samtíðarinnar

Andlitsdrættir samtíðarinnar : Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness

   
Lesa meira

Vistarverur

Lesa meira

Andlitsdrættir samtíðarinnar : síðustu skáldsögur Halldórs Laxness

Lesa meira