Beint í efni

Vistarverur

Vistarverur
Höfundur
Haukur Ingvarsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2018
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Ort er um hinar ýmsu vistarverur innra með manneskjunni sem og úti í hinum stóra heimi og dregnar eru upp myndir sem eru í senn margræðar og skemmtilega óvæntar. Höfundur hefur áður sent frá sér skáldsögu og fræðirit en hér er á ferð önnur ljóðabók hans og fyrir hana hlaut hann Ljóðaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2018.

Úr bókinni

Hrundar borgir

I.

er
nokkuð
fegurra en
yfirgefið mannvirki
úr steinsteypu?

svartir ferhyrningar
sem gapa upp í vindinn

þakið af

þetta er höfuð
opið fyrir hverju því
sem fellur ofan af himnum

en þetta höfuð er tómt
því það er ekkert á himnum
nema hendur sem sáldra regndropum
úr greipum sér

líkamslausar mjúkar hendur
sem þrá það eitt
að strjúka
hrjúfa
steypu

og finna 
þar líf

 

Fleira eftir sama höfund

november 1976

November 1976

   
Lesa meira

Menn sem elska menn

Lesa meira

Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga

Lesa meira

Nóvember 1976

Lesa meira

Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu

Lesa meira
andlitsdrættir samtíðarinnar

Andlitsdrættir samtíðarinnar : Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness

   
Lesa meira

Andlitsdrættir samtíðarinnar : síðustu skáldsögur Halldórs Laxness

Lesa meira