Beint í efni

Nóvember 1976

Nóvember 1976
Höfundur
Haukur Ingvarsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Þegar Dóróthea býst til að horfa á sjónvarpsfréttirnar föstudagskvöldið 12. nóvember 1976 ætlar fyrst að kvikna í tækinu en síðan slokknar endanlega á því. Um þetta leyti var auðveldara að verða sér úti um kjarnorkuvopn á Íslandi en litasjónvarp svo að eiginmaðurinn Ríkharður ákveður að leita til Baldurs á neðri hæðinni sem hefur ráð undir rifi hverju. Baldur lofar engu en fær Þórodd, son Dórótheu og Ríkharðs, með sér í vinnuferð. Sú ferð verður afdrifarík fyrir allan stigaganginn.

Nóvember 1976 er marglaga saga frá liðnum tíma, nálægum en þó svo furðulega fjarlægum.

Úr bókinni

Árið 1967 eignuðust Íslendingar sína fyrstu sjónvarpsstjörnu þegar Kristján Eldjárn þjóðminjavörður hóf umsjón með þættinum Munir og minjar. Þar sagði hann frá ýmsu úr fórum fortíðar; mönnum, fornleifum og handverki. Þættirnir voru sýndir á besta tíma á föstudagskvöldum og lesendabréf sem birtust í dagblöðum segja sína sögu um frammistöðu hans. Þar lýsa ánægðir sjónvarpsáhorfendur því yfir að Kristján slái sjálfum Dýrðlingnum Simon Templar við en hann var leikinn af Roger Moore í vinsælum sjónvarpsþáttum sem hófu göngu sína á fyrsta útsendingarkvöldi sjónvarpsins 30. september 1966 og runnu sitt skeið á enda 20. febrúar 1970. Skjáþokki Rogers Moore og Kristjáns Eldjárns átti eftir að valda straumhvöfum í lífi beggja; Moore var boðið að taka að sér hlutverk leyniþjónustumannsins James Bond í kvikmyndinni Live and let die árið 1973 og Kristján var löndum sínum svo hugstæður eftir framgönguna í sjónvarpinu að nafn hans bar ítrekað á góma í vangaveltum um forsetaefni í aðdraganda kosninga árið 1968. Eftir að hart hafði verið lagt að þjóðminjaverðinum bauð hann sig fram og svo fór að hann vann frækilegan sigur á Gunnar Thoroddsen með rúmlega 65% atkvæða.

(s. 43)

 

Fleira eftir sama höfund

november 1976

November 1976

   
Lesa meira

Menn sem elska menn

Lesa meira

Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga

Lesa meira

Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu

Lesa meira
andlitsdrættir samtíðarinnar

Andlitsdrættir samtíðarinnar : Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness

   
Lesa meira

Vistarverur

Lesa meira

Andlitsdrættir samtíðarinnar : síðustu skáldsögur Halldórs Laxness

Lesa meira