Beint í efni

Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga

Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga
Höfundur
Haukur Ingvarsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2004
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Niðurfall - og þættir af hinum dularfulla Manga er fyrsta bók Hauks Ingvarssonar þar sem snörp ljóð takast á við lengri texta um ævintýri ljóðmælanda og vinar hans í sveit og borg. 

Úr bókinni

Fornir skuggar I

Mangi vinur minn er listmálari og reyndar skáld líka þegar þannig liggur á honum. Skáldskapur hans sprettur af einhverri blóðborinni kerskni sem kemur fram í skrumskælingum og stælingum á mínum kveðskap sem hann kallar "póetíska tilgerð" og stundum velur hann honum jafnvel háðsyrði eins og "módern" sem mér skilst að þýði gamaldags.
   Um daginn kom ég í skemmuna hans, sem hann kallar Hellinn, og fylgdist með honum draga útlínur vel þekktra fígúra á strigann. Að baki honum var myndvarpi og skugginn af Manga flögraði um hvítann flötinn. Að lokum sneri hann sér að mér og ég kallaði til hans yfir þvert gólfið (eins og leikari á sviði):

          "Það er nú lítið mál að vera málari, maður tekur bara
          myndvarpa og málar eftir fyrirmyndum annarra."

Mangi leit ekki við mér en greip bók eins og af handahófi og sendi hana yfir sviðið. Hún hringsnerist á rykugu gólfinu með miklum hvin uns hún staðnæmdist og ég tók hana upp. Þetta var Íslensk orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar. Svo leit Mangi upp í ljósið frá myndvarpanum og mælti af spámannlegum þunga:

          "Það er nú lítið mál að vera skáld, maður tekur bara
          orðabók og raðar upp úr henni orðum og kallar ljóð."

Svo slökkti hann á myndvarpanum og myrkrið féll yfir Hellinn eins og leiktjald.

Fleira eftir sama höfund

november 1976

November 1976

   
Lesa meira

Menn sem elska menn

Lesa meira

Nóvember 1976

Lesa meira

Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu

Lesa meira
andlitsdrættir samtíðarinnar

Andlitsdrættir samtíðarinnar : Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness

   
Lesa meira

Vistarverur

Lesa meira

Andlitsdrættir samtíðarinnar : síðustu skáldsögur Halldórs Laxness

Lesa meira